Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 22:08 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Samsett Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu. Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á. Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Sjá meira
Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á.
Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Sjá meira