Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 09:01 Robin Pedersen er í hópi fimm norskra skíðastökkvara sem hafa verið settir í tímabundið bann. ap/Matthias Schrader Saumaskandalinn sem hefur skekið skíðaheiminn heldur áfram að draga dilk á eftir sér. Alls fimm norskir skíðastökkvarar hafa nú verið settir í tímabundið bann. Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion. Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Um helgina komst upp að Norðmenn hefðu svindlað á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi með því að eiga við búninga skíðastökkvara sinna. Auka stífari saumur var settur í búningana til að hjálpa keppendunum að svífa lengra. Magnus Brevig, þjálfari norsku skíðastökkvarana, og búningastjórinn Adrian Livelten voru leystir frá störfum eftir að svindlið komst upp. Skíðastökkvurunum Marius Lindvik og Johann André Forgang var einnig vikið úr keppni og sá fyrrnefndi sviptur silfurverðlaununum sem hann vann á stórum palli. Lindvik og Forgang sögðust ekkert hafa vitað um svindlið og ekki verið meðvitaðir um að átt hefði verið við búninga þeirra. Þrátt fyrir það voru þeir settir í tímabundið bann á miðvikudaginn. Í gær voru svo þrír skíðastökkvarar til viðbótar settir í bann. Það voru þeir Robin Pedersen, Kristoffer Eriksen Sundal og Robert Johansson. Þeir fá ekki að keppa á mótum á vegum alþjóða skíða- og snjóbrettasambandsins (FIS), allavega tímabundið. Þeir fengu þessar vondu fréttir eftir æfingaferð fyrir mót í Holmenkollen í Osló í gær. Allir búningar sem Norðmenn notuðu á HM voru gerðir upptækir og á blaðamannafundi í gær sagði forseti FIS, Michel Vion, að grunur leiki á að norska liðið hafi gerst brotlegt við reglur sambandsins. Hann sagði að rannsókn málsins tæki nokkrar vikur og sagði líklegast að tímabilinu væri lokið hjá norsku skíðastökkvurunum sem hafa verið settir í bann. „Þetta er synd. Við þurfum ekki á þessu að halda. Skíðaheimurinn þarf þetta ekki. Við erum öll sammála um það,“ sagði Vion.
Skíðaíþróttir Noregur Tengdar fréttir Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Adrian Livelten, skraddari norsku skíðastökkvarana, hefur beðist afsökunar á þætti sínum í saumaskandalnum sem skekur skíðaheiminn. 11. mars 2025 11:00