Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 17:00 Rósa Guðbjartsdótti oddviti Sjálfstæðisflokksins og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Saman mynda þau meirihluta í bæjarstjórn Stöð 2/Sigurjón Ákvörðun um fyrirhugaða kolefnisförgunarstöð Carbfix í Straumsvík verður tekin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á allra næstu dögum eða vikum, að sögn bæjarstjóra. Hann segir óvissu enn uppi um áhrif starfseminnar sem valdi áhyggjum. Viðræður Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Carbfix um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal eru á lokametrunum. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, segir það sem út af standi í þeim sé að komast að niðurstöðu um gjöld sem Carbfix greiði af starfseminni. „Ég reikna með að við séum fara að vinna þetta á allra næstu dögum og vikum að klára framhaldið,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarstjórn gæti tekið ákvörðun um verkefnið á næsta eða þarnæsta fundi sínum en bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittist á tveggja vikna fresti. Samþykki bæjarstjórnin það hefur hún þegar ákveðið að íbúakosning fari fram um málið. Ekki er þó víst að til hennar komi. „Ef bæjarstjórn hugnast það ekki, niðurstaðan sem verður úr samtalinu og ekki heldur álit Skipulagsstofnunar, þá náttúrulega stoppar málið áður en það fer í íbúakosningu,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum Carbfix vinnur fyrirtækið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismatið og á nú í samtali við bæjaryfirvöld um gjöld og tekjur af starfseminni. „Óvissuþættir“ valdi enn áhyggjum Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um umhverfismat Coda-stöðvarinnar um miðjan febrúar. Hún telur hvorki hættu jarðskjálftavirkni né áhrifum á vatnsból sem er á meðal þess sem hópur íbúa sem er alfarið á móti verkefninu hafa lýst áhyggjum af. Lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir starfsleyfi fyrir stöðina sem varða flest vöktun og eftirlit með áhrifum af starfseminni, sérstaklega á sjávarfallatjarnir í Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Valdimar segir ennþá óvissuþætti í umhverfismatinu sem valdi ákveðnum áhyggjum. Nefnir hann Straumsvíkurtjarnirnar sem Skipulagsstofnun teldur að þurfi að vakta og áhrif á lífríki, þar á meðal dvergbleikju. Bæjarstjórn hafi leitað svara um þetta á undanförnum vikum. „Það eru svona ákveðnir þættir sem koma þarna fram sem menn hafa vissulega áhyggjur af. Svo líka er þetta nýtt verkefni svona nálægt byggð og auðvitað er alltaf óvissa í öllum slíkum verkefnum,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir ólíkar skoðanir innan bæjarstjórnar á verkefninu. Ljóst sé að skoðanir séu skiptari en í upphafi. Ákveðin andstaða bæjarbúa hafi áhrif á það. „Við höfum alltaf sagt að það þurfi allt að liggja fyrir áður en maður tæki upplýsta ákvörðun,“ segir Valdimar. Rætt er um að stækka höfnina við Straumsvík, óháð því hvort að verkefni Carbfix verður að veruleika eða ekki.Vísir/Vilhelm Frestuðu að fjalla um framkvæmdir við höfnina í Straumsvík Bæjarfulltrúar meirihluta framsóknar- og sjálfstæðismanna auk Viðreisnar frestuðu afgreiðslu á umsögnum um framkvæmdir við stækkun hafnarinnar í Straumsvík í vikunni. Stækkunin er ein forsenda Coda-verkefnisins en er einnig talin nauðsynleg til lengri tíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn bókuðu á bæjarstjórnarfundinum að mikilvægt væri að halda áfram undirbúningi við nýja höfn í Straumsvík óháð niðurstöðunni varðandi verkefni Carbfix. Ný stórskiptahöfn væri nauðsynlegt verkefni til framtíðar og ástæðulaust væri að fresta undirbúningi hennar. Valdimar segir málin samofin í huga flestra Hafnfirðinga og því hafi bæjarstjórn ákveðið að fresta málinu þar til ákvörðun um Coda-stöðina hefur verið tekin. Stækkun hafnarinnar sé þó óhjákvæmileg á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhem Ótti fengið að skjóta rótum Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir að sér hafi þótt Carbfix-verkefnið um margt spennandi og að Samfylkingin hafi reynt að nálgast það málefnalega og af skynsemi. „En það er augljóst mál að það hefur einhver ótti búið um sig á meðal hluta íbúanna. Það þyngir auðvitað róðurinn í málinu. Það verður ekki nýja bruminu troðið áfram gegn vilja fólks og við hlustum. Málið er auðvitað snúið en það er í höndum meirihlutans,“ segir Guðmundur Árni. Hann gagnrýnir framgöngu meirihlutans í Carbfix-málinu og segir að hann hafi að sumu leyti komið því í þann umdeilda farveg sem það er nú. „Þegar ótti fær að búa um sig og því er ekki mætt og umræðan er ekki tekin alla leið skýtur hann rótum,“ segir Guðmundur Árni. Fréttin hefur verið uppfærð. Coda Terminal Skipulag Hafnarfjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Viðræður Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa Carbfix um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal eru á lokametrunum. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, segir það sem út af standi í þeim sé að komast að niðurstöðu um gjöld sem Carbfix greiði af starfseminni. „Ég reikna með að við séum fara að vinna þetta á allra næstu dögum og vikum að klára framhaldið,“ segir bæjarstjórinn. Bæjarstjórn gæti tekið ákvörðun um verkefnið á næsta eða þarnæsta fundi sínum en bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittist á tveggja vikna fresti. Samþykki bæjarstjórnin það hefur hún þegar ákveðið að íbúakosning fari fram um málið. Ekki er þó víst að til hennar komi. „Ef bæjarstjórn hugnast það ekki, niðurstaðan sem verður úr samtalinu og ekki heldur álit Skipulagsstofnunar, þá náttúrulega stoppar málið áður en það fer í íbúakosningu,“ segir Valdimar. Samkvæmt upplýsingum Carbfix vinnur fyrirtækið eftir áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismatið og á nú í samtali við bæjaryfirvöld um gjöld og tekjur af starfseminni. „Óvissuþættir“ valdi enn áhyggjum Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um umhverfismat Coda-stöðvarinnar um miðjan febrúar. Hún telur hvorki hættu jarðskjálftavirkni né áhrifum á vatnsból sem er á meðal þess sem hópur íbúa sem er alfarið á móti verkefninu hafa lýst áhyggjum af. Lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir starfsleyfi fyrir stöðina sem varða flest vöktun og eftirlit með áhrifum af starfseminni, sérstaklega á sjávarfallatjarnir í Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Valdimar segir ennþá óvissuþætti í umhverfismatinu sem valdi ákveðnum áhyggjum. Nefnir hann Straumsvíkurtjarnirnar sem Skipulagsstofnun teldur að þurfi að vakta og áhrif á lífríki, þar á meðal dvergbleikju. Bæjarstjórn hafi leitað svara um þetta á undanförnum vikum. „Það eru svona ákveðnir þættir sem koma þarna fram sem menn hafa vissulega áhyggjur af. Svo líka er þetta nýtt verkefni svona nálægt byggð og auðvitað er alltaf óvissa í öllum slíkum verkefnum,“ segir hann. Bæjarstjórinn segir ólíkar skoðanir innan bæjarstjórnar á verkefninu. Ljóst sé að skoðanir séu skiptari en í upphafi. Ákveðin andstaða bæjarbúa hafi áhrif á það. „Við höfum alltaf sagt að það þurfi allt að liggja fyrir áður en maður tæki upplýsta ákvörðun,“ segir Valdimar. Rætt er um að stækka höfnina við Straumsvík, óháð því hvort að verkefni Carbfix verður að veruleika eða ekki.Vísir/Vilhelm Frestuðu að fjalla um framkvæmdir við höfnina í Straumsvík Bæjarfulltrúar meirihluta framsóknar- og sjálfstæðismanna auk Viðreisnar frestuðu afgreiðslu á umsögnum um framkvæmdir við stækkun hafnarinnar í Straumsvík í vikunni. Stækkunin er ein forsenda Coda-verkefnisins en er einnig talin nauðsynleg til lengri tíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn bókuðu á bæjarstjórnarfundinum að mikilvægt væri að halda áfram undirbúningi við nýja höfn í Straumsvík óháð niðurstöðunni varðandi verkefni Carbfix. Ný stórskiptahöfn væri nauðsynlegt verkefni til framtíðar og ástæðulaust væri að fresta undirbúningi hennar. Valdimar segir málin samofin í huga flestra Hafnfirðinga og því hafi bæjarstjórn ákveðið að fresta málinu þar til ákvörðun um Coda-stöðina hefur verið tekin. Stækkun hafnarinnar sé þó óhjákvæmileg á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhem Ótti fengið að skjóta rótum Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir að sér hafi þótt Carbfix-verkefnið um margt spennandi og að Samfylkingin hafi reynt að nálgast það málefnalega og af skynsemi. „En það er augljóst mál að það hefur einhver ótti búið um sig á meðal hluta íbúanna. Það þyngir auðvitað róðurinn í málinu. Það verður ekki nýja bruminu troðið áfram gegn vilja fólks og við hlustum. Málið er auðvitað snúið en það er í höndum meirihlutans,“ segir Guðmundur Árni. Hann gagnrýnir framgöngu meirihlutans í Carbfix-málinu og segir að hann hafi að sumu leyti komið því í þann umdeilda farveg sem það er nú. „Þegar ótti fær að búa um sig og því er ekki mætt og umræðan er ekki tekin alla leið skýtur hann rótum,“ segir Guðmundur Árni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Coda Terminal Skipulag Hafnarfjörður Hafnarmál Tengdar fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. 17. janúar 2025 23:50
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent