Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2025 23:34 Bruno Fernandes og félagar í Manchester United geta komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð með því að vinna Evrópudeildina í vor. AP/Dave Thompson Góður árangur ensku liðanna í Evrópukeppnunum á þessu tímabili hefur farið langt með að tryggja enskum liðum fimmta Meistaradeildarsætið en þau gætu líka orðið fleiri. Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira