Innlent

Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli

Lovísa Arnardóttir skrifar
Álver Norðuráls í Grundartanga. Starfsemin er skert eins og stendur í kjölfar þess að öryggi fór af afveitustöð.
Álver Norðuráls í Grundartanga. Starfsemin er skert eins og stendur í kjölfar þess að öryggi fór af afveitustöð. Vísir/Vilhelm

Einn starfsmaður Norðuráls var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að öryggi fór af afveitustöð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag. Ein kerlína álversins liggur niðri. Viðgerð og greining er í gangi. 

„Við teljum að það hafi farið öryggi í afveitustöðinni. Það slasaðist einn starfsmaður. Viðbragðsaðilar voru strax kallaðir til og hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús,“ segir Sólveig Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, í samtali við fréttastofu.

Hún segir nú unnið að viðgerð og greiningu en ein kerlínan í álverinu hefur legið niðri frá því að öryggið fór af um klukkan 15.40 síðdegis.

„Við erum að vinna að greiningu til að reyna að skilja hvað gerðist,“ segir Sólveig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×