„Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 11:31 Snorri Steinn Guðjónsson getur komið Íslandi inn á EM í Laugardalshöllinni í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag. Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira