Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 12:17 Rababaravalkyrjurnar á Blönduósi, sem standa fyrir stofnfundinum í dag. Þetta eru þær frá vinstri, Björk Bjarnadóttir, Elfa Þöll Grétarsdóttir, Katrín Sif Rúnarsdóttir og Iðunn Vignisdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi. Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allir, sem vilja vera stofnfélagar Rabarbarafélagsins eru velkomnir á fundinn, sem verður haldin á milli 14:00 og 15:00 í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fjórar valkyrjur og miklar rababarakonur standa að stofnun félagsins en það eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir, Björk Bjarnadóttir, Iðunn Vignisdóttir og Katrín Sif Rúnarsdóttir. En hver er tilgangur félagsins, Björk svarar því. „Rababarafélagið er sem sagt félag, sem ætlar að styðja við það að rababarahátíð á Blönduósi sé haldin ár hvert. Við sem sagt héldum hátíð í fyrsta skipti í fyrra 29. júní og þá fengum við um 400 manns til okkar og það gekk svo vel,” segir Björk. Björk segir rabarbara mjög merkilegt fyrirbæri. „Rababarinn er bara mjög merkileg jurt, ég er náttúrulega alltaf með plöntur á heilanum og ef þú sérð rabbabaragarð einhvers staðar þá varð hann til af því að einhver manneskja setti hnausana ofan í jörðina, hann dreifir sér ekki sjálfur. Þannig að það eru miklar sögur tengdar hverjum rabbabaragarði, hver bjó hann til og af hverju en upphaflega kemur hann frá Kína og var ein verðmætasta jurt í heimi og þá var það rótin sem var notuð, ekki þetta hvíta á leggnum, heldur rótin, sem er lengst ofan í jörðinni og er svona gulur svampur eiginlega,” segir Björk. Börn elska rabbabara ekki síður en fullorðna fólkið. Þessi tvö tóku þátt í rababarahátíðinni á Blönduósi síðasta sumar.Aðsend Eins og flestir ef ekki allir ættu að vita er hægt að gera svo margt úr rabarbaranum eins og rabarbarasultu, rabarbaragraut og fleira. Björk hvetur alla, sem hafa tækifæri á að fara að rækta rabarbara í görðum sínum sé þeir ekki til staðar þar í dag. „Já, þetta er svo skemmtileg auðlind af því að hann býður upp á svo margt en þegar hann kom til landsins um 1880 þá fékk fólk loksins eitthvað ferskt, sem gat vaxið upp við húsið og það var hægt að gera eitthvað. Þetta er fjölært grænmeti, eitt af fáum tegundum í heiminum, sem er fjölært grænmeti en flestir líta á þetta, sem ávöxt af því að hann gefur af sér svo sæta afurð, sem maður gerir með sykri og rabarbara,” segir Björk að lokum. Að sjálfsögðu verður haldin rababarahátíð á Blönduósi í sumar en hún verður laugardaginn 28. júní. Rabarbarahátíð fer fram á Blönduósi laugardaginn 28. júní í sumar þar sem boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira