Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 10:10 Tveir þremenningana eru grunaðir um að hafa aflað sér ríflega fimm milljónum króna á árstímabili. Vísir/Vilhelm Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46