Innlent

Rann­sókninni miðar vel á­fram

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fimm manns eru í haldi lögreglu vegna málsins.
Fimm manns eru í haldi lögreglu vegna málsins. Vísir/Anton Brink

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur.

Karlmaður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hafi horfið af heimili sínu og að óttast væri um hann. Grunur kviknaði fljótlega að um frelsissviptingu væri að ræða samkvæmt lögreglu.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú málið og nýtur aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og embættis héraðssaksóknara.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir rannsókninni miða vel og að vinnan sé mikil. Unnið sé að því að yfirfæra gögn og svo verða skýrslur mögulega teknar seinna í dag.

Hann segist vona að einhverra frétta verði að vænta á næstu dögum en tjáir sig ekki að öðru leyti um framgang rannsóknarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×