Erlent

Rúm­lega fimm­tíu látnir eftir bruna á skemmti­stað

Samúel Karl Ólason skrifar
KolbrúnsdaRub

Að minnsta kosti 51 lét létu lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði.

Fjölmiðlar í Norður-Makedóníu hafa eftir Pance Toshkovski, innanríkisráðherra, að eldurinn hafi kviknað um klukkan 2:30 að staðartíma út frá flugeldum á skemmtistaðnum. Flestir þeir sem létu lífið voru ungt fólk en hljómsveitin DNA hélt umrædda tónleika.

Eldurinn kviknaði í lofti tónleikastaðarins sem og mun hann hafa dreifst sér mjög hratt um húsið. Íbúar í nærrliggjandi húsum eru sagðir hafa brotið niður dyr og glugga til að reyna að bjarga fólki úr eldhafinu.

Búið er að handtaka skipuleggjanda tónleikanna.

Þá er einnig haft eftir fjölmiðlum í Norður-Makedóníu að fimmtíu manns hafi látið lífið og að um hundrað séu slasaðir en þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega af yfirvöldum þar í landi.

Kocani er tiltölulega lítill bær í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Þar búa um 25 þúsund manns.

Meðfylgjandi myndbönd hafa verið birt í morgun.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×