Fótbolti

Íslendingaliðið tók dýr­mæt stig af Napoli í toppbaráttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson á ferðinni með boltann í leik Venezia á móti Napoli í dag.
Mikael Egill Ellertsson á ferðinni með boltann í leik Venezia á móti Napoli í dag. Getty/Timothy Rogers

Íslendingaliðið Venezia náði stigi á móti Napoli í ítölsku Seríu A deildinni í dag.

Venezia og Napoli gerðu þá markalaust jafntefli en Napoli hefði farið á toppinn með sigri.

Napoli er með 61 stig eins og Internazioale sem spilar sinn leik í kvöld en Napoli menn eru með mun lakari markatölu.

Napoli vann leikinn á undan en það er eini sigur liðsins í síðustu sjö deildarleikjum. Liðið var í góðum málum á toppnum en hefur aðeins náð í átta stig af 21 mögulegu á þessum tíma.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia og spilaði fyrstu 87 mínúturnar en Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum.

Mikael Egill átti fínan leik á miðjunni og bjó til fjögur færi fyrir liðsfélaga sína.

Þeir eru báðir í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar og koma nú til móts við landsliðið fyrir leiki á móti Kósóvó í umspili Þjóðadeildar Evrópu.

Napoli reyndi 15 skot í leiknum og var kannski með hærri xG (áætluð mörk) en heimamenn í Venezia fengu tvö mjög góð færi í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×