Sport

Úr­slitin ráðast í beinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikael Aron Vilhelmsson hefur spilað frábærlega síðustu daga og setti Íslandsmet um helgina.
Mikael Aron Vilhelmsson hefur spilað frábærlega síðustu daga og setti Íslandsmet um helgina.

Úrslitin á Íslandsmótinu í keilu fara fram í kvöld og verða í beinni á Stöð 2 Sport.

Mótið er í fullum gangi í Keiluhöllinni í dag en þrír efstu í báðum flokkum verða í beinni í sjónvarpinu.

Fyrirkomulagið verður þannig að konurnar eiga sviðið fyrstar. Þær þrjár sem eru komnar í úrslit spila einn leik og sú sem er með neðsta skorið dettur út. Hinar tvær spila svo hreinan úrslitaleik í kjölfarið.

Sama fyrirkomulag verður svo haft á er karlarnir stíga út á parketið.

Útsending frá úrslitum Íslandsmótsins hefst klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×