Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.
„Þegar það er verið að kasta svona í höfuðið á manni er það auðvitað stórhættulegt,“ segir Kristmundur Stefán Einarsson, aðalvarðstjóri á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
Mbl.is greindi fyrst frá árásinni. Samkvæmt heimildum miðilsins er sá grunaði, sem hefur gengist við verknaðinum, tengdur meintri ofbeldisöldu í Breiðholtsskóla.
Kristmundur segir að lögreglu hafi borist tilkynning um málið milli kvöldmatarleitisins og miðnættis á laugardagskvöld.
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að mögulega sé aukin öryggisgæsla í Mjóddinni um þessar mundir. Kristmundur segist ekki vita hvernig öryggisgæslu, sem er ekki á vegum lögreglunnar, sé háttað þar. Hins vegar reyni lögreglan sjálf að sinna svæðum í auknum mæli þar sem ungmenni séu líkleg til að koma saman.
„Lögreglan er meðvituð um ofbeldishegðun ungmenna og er að reyna að beina löggæslunni meira á þau svæði.“
Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.