Það er Fótbolti.net sem greinir frá. Þar segir að Tibbling hafi æft með Fram í æfingaferð liðsins á Spáni nýverið. Þá staðfestir Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, að Tibbling sé við það að semja í Úlfarsárdalnum.
Tibbling lék á sínum tíma 62 leiki fyrir yngri landslið Svíþjóðar. Þá á hann að baki einn A-landsleik.
Hann var síðast á mála hjá Sarpsborg 08 í Noregi en glímdi við mikil meiðsli og vonast til að finna sitt gamla form á ný með Fram. Hann hefur einnig leikið fyrir Bröndby og Randers í Danmörku. Groningen og Emmen í Hollandi ásamt Djurgården í heimalandinu.
Fram tekur á móti ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla þann 6. apríl næstkomandi.