Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 18:49 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir ekki standa til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslenskuna. Vísir/Samsett Snorri Másson þingmaður Miðflokksins gagnrýnir menningarráðherra fyrir meinta linkind í málefnum íslenskrar tungu. Hann segist skynja uppgjafartón í orðræðu hans um málaflokkinn. Menningarráðherra hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að bjóða upp á ensku í upplýsingamiðlun. Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra sagði hvorki standa til að lögfesta ensku né pólsku né að fá stofnanir til að hætta notkun hennar þegar Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, spurði hann út í stöðu tungumálsins í opinberri stjórnsýslu í óundirbúnum fyrirspurnum. Í fyrirspurn sinni vitnaði hann til orða menningarráðherra í umræðum um bókmenntastefnu á fimmtudaginn sem leið. Þar sagði Logi Már að stjórnvöld yrðu að sýna þeim sem sem tala ekki íslensku sem fyrsta mál skilning og umburðarlyndi og að Íslendingar þyrftu að búa sig undir það að „þannig muni veröldin breytast.“ Höfuðáhersla á að kenna innflytjendum íslensku Snorri sagðist velta því fyrir sér hvað ráðherrann ætti við með því að búa sig undir breytta veröld. „Þýðir það í huga ráðherra að við sættum okkur við að íslenska verði ekki aðalsamskiptamálið á öllum sviðum íslensks þjóðlífs? Hér er til þess að taka að íslenska er opinbert mál í landinu samkvæmt lögum en samt er enska notuð í auknum mæli af hálfu opinberra aðila, hvort sem það eru skólayfirvöld eða aðrir aðilar, jafnvel fjölmiðlar,“ sagði Snorri en hann hefur áður gert notkun íslenskrar stjórnvalda á ensku í stjórnsýslu að umfjöllunarefni sínu. „Segir þá hæstvirtur ráðherra til dæmis að það væri eðlilegt skref að lögfesta stöðu ensku og pólsku sem opinberra mála í landinu?“ spyr Snorri þá. Logi svaraði því á þann veg að auðvitað stæði það ekki til. Höfuðáhersla og öll áhersla verði lögð á það að kenna öllum sem hingað koma og vilja búa íslensku og að auðvitað þurfi ekki að lögfesta önnur mál en íslensku og íslenskt táknmál. Hann segir 70 þúsund manns eiga heima á íslensku sem eiga íslensku ekki að fyrsta máli og að þau hafi leikið stórt hlutverk í að draga upp hagvöxt hér á landi sem allir hafi verið sáttir við. „Þessari stöðu þurfum við auðvitað að mæta með sjálfsagðri kurteisi, opnum huga, sanngirni og víðsýni. Við eigum að hjálpa þessu fólki að læra íslensku en við eigum ekki að gera kröfu um það og getum aldrei gert kröfu um það að þau muni kunna hana frá fyrsta degi,“ segir Logi Már. Hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Snorri tekur vel í það að ekki standi til að lögfesta ensku og pólsku til hliðar við íslensku. Hann bendir þó á að bæði mál séu notuð umtalsvert í upplýsingamiðlun stjórnsýslunnar og spyr í kjölfarið: „Beinir þá hæstvirtur ráðherra í ljósi þeirrar stöðu því ekki við þetta tækifæri hér til stofnana samfélagsins að forðast alla notkun útlensku í lengstu lög ef við ætlum ekki að lögfesta fyrirbærið?“ Því svaraði Logi neitandi. Hann segist einmitt hvetja fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla upplýsingum þannig að sem flestir íbúar landsins geti nýtt sér þjónustu og lýðræðislegan rétt sinn í sveitarstjórnarkosningum.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira