Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2025 09:31 „...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Innflytjendamál Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun