Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2025 10:49 Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22