Innlent

Breyta stuðningi við Grind­víkinga

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum okkar verður fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að breyta fyrirkomulaginu á stuðningi við Grindvíkinga.

Þessar breyttu áherslur voru kynntar af forsætisráðherra nú rétt fyrir hádegið.

Einnig segjum við frá mótmælum sem fram fóru á Hverfisgötunni á meðan á ríkisstjórnarfundi stóð en þar voru samankomnir stuðningsmenn Palestínu sem vilja að ríkisstjórnin íslenska beiti sér af meiri hörku gegn Ísraelskum stjórnvöldum.

Einnig heyrum við í Elínu Margréti fréttakonu okkar sem nú er stödd í Úkraínu en forsetar Bandaríkjanna og Rússlands eru sagðir ætla að ræða framtíð Úkraínu á símafundi síðar í dag. 

Í íþróttapakka dagsins verður það svo bikarvikan í körfuboltanum sem hefst í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×