Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 14:34 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, vill að stjórnvöld taki upp þráðinn í olíuleit á Drekasvæðinu ef þeim er ekki alvara með orkuskiptum. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann. Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann.
Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira