Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 15:06 Einar Þorsteinn Ólafsson í treyju Hamburg en hann mun skipta yfir ti félagsins í sumar. HSV Hamburg Landsliðsmaðurinn og varnarsérfræðingurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur samið við þýska handknattleiksfélagið Hamburg um að koma í sumar frá danska félaginu Fredericia. Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter. Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Einar Þorsteinn kom til Fredericia frá Val árið 2022 en hefur ekki náð að festa sig í sessi þar og lýsti pabbi hans, Ólafur Stefánsson, yfir óánægju með þá meðhöndlun sem Einar hefði fengið hjá Guðmundi Guðmundssyni þjálfara liðsins. Sagði Ólafur að Einar þyrfti að finna sér nýtt félag með góðan þjálfara og ná sinni gleði aftur. Og nú er orðið ljóst að Einar fetar í fótspor pabba síns og fer í þýsku deildina í sumar en samningur hans við Hamburg gildir svo til ársins 2027. „Hamburg er fyrsta félagið mitt í Bundesligunni og ég hlakka mikið til því að Bundesligan er auðvitað stærsta og besta deild í heimi,“ segir Einar á heimasíðu Hamburg. Bitter bíður spenntur Einar hefur áður búið í Þýskalandi, í Mannheim, þegar pabbi hans lék með Rhein-Neckar Löwen og þessi 23 ára landsliðsmaður flytur í sumar reynslunni ríkari eftir dvölina í Danmörku. „Þessi ákvörðun var í raun auðveld fyrir mig. Ég vissi ekki hvernig ég átti að láta þegar umboðsmaðurinn sýndi mér tilboðið fyrst – þetta er einfaldlega svo stórt tækifæri. Það er stórt skref að fara í þýsku deildina og ég hlakka mjög mikið til. Ég er gríðarlega stoltur og spenntur að spila fyrir svona stórt félag í framtíðinni, og hver leikur mun hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Einar. Johannes Bitter, íþróttastjóri Hamburg og fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, er sömuleiðis spenntur fyrir komu Íslendingsins í sumar. „Með sína reynslu af að spila í Meistaradeild Evrópu og með íslenska landsliðinu þá kemur Einar með akkúrat það sem við viljum að borðinu. Hann er fjölhæfur varnarmaður sem er fljótur að sjá fyrir hvað gerist og hefur einstaka varnarhæfileika. Hann getur enn bætt líkamlega burði en allt í allt er hann mjög spennandi viðbót við okkar vörn,“ sagði Bitter.
Þýski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira