Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 21:02 Kristinn Jónasson. lögmaður KPMG og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. KPMG/VÍSIR Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent