Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 23:01 Dean Huijsen hefur skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni. Annað þeirra kom í 3-0 sigri Bournemouth á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool. Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Fæddur í Amsterdam en alinn upp á Spáni og spilaði með akademíu Malaga áður en Juventus bankaði á dyrnar þegar hann var 16 ára gamall. Var lánaður til Roma á síðasta ári og sagði José Mourinho, þáverandi þjálfari Rómverja, að um væri að ræða einn efnilegasta miðvörð Evrópu. BREAKING: Bournemouth have confirmed the signing of teenage defender Dean Huijsen from Juventus 📝 pic.twitter.com/h1pthUh9sV— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 30, 2024 Roma hafði hins vegar ekki efni á að kaupa hann sumarið 2024 og því stökk Bournemouth til. Það er ákvörðun sem félagið sér ekki eftir í dag. Hann kostaði 15 milljónir punda – 2,6 milljarða íslenskra króna – sem er ekki mikið þegar um er að ræða lið í ensku úrvalsdeildinni. Reikna má fastlega með að Bournemouth tvö- eða þrefaldi þá upphæð verði hann seldur í sumar. Verandi fæddur í Amsterdam þá lék miðvörðurinn með yngri landsliðum Hollands þangað til hann var valinn í U-21 árs landsliðs Spánar á síðasta ári. Síðan hefur hann leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landslið Spánar og hefur nú verið valinn í A-landsliðið fyrir komandi verkefni. Born in the Netherlands. Moved to Spain aged 5.Aged 16, transferred from Malaga to Juventus.Transferred to AFC Bournemouth this summer, earning all the plaudits in his 1st Premier League season.Called up to the Spain senior squad aged 19 👏Dean Huijsen is a prospect 🌟 pic.twitter.com/Cuh1Js95RU— Football on TNT Sports (@footballontnt) March 18, 2025 Það myndi án efa hjálpa til að spila fyrir lið á Spáni og vitað er að Real Madríd hefur lengi fylgst með Huijsen. Þar pirra menn sig eflaust á því að kaupa hann ekki „ódýrt“ síðasta sumar þar sem ljóst er að hann mun nú kosta fúlgur fjár. Sky Sports greinir frá því að Liverpool sé einnig með Huijsen á óskalista sínum. Leikmaðurinn Dean Huijsen er allt sem stórlið Evrópu vilja sjá í miðverði. Hann getur notað báða fætur, með góðar sendingar og staðsetningar en hikar þó ekki við að henda sér í tæklingar sé þess þörf. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nokkuð líkamlega sterkur og einstaklega klókur. Hann er stór ástæða þess að Bournemouth er í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð þrátt fyrir að vera í 10. sæti sem stendur. Þegar níu umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni er liðið aðeins fjórum stigum á eftir Manchester City í 5. sæti. Hver veit nema Huijsen verði áfram á Suðurströnd Englands fari svo að Bournemouth endi í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira