Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2025 10:08 Kveikt hefur verið í Teslum í Bandaríkjunum að undanförnu og ítrekað er búið að teikna hakakross á bíla. AP/Lindsey Wasson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, segja að skemmdarverk á Teslum séu hryðjuverk. Þeim sem fremji slík brot verði refsað harðlega. Þetta sögðu þau í kjölfar fjölda skemmdarverka á Teslum í Bandaríkjunum og íkveikja á bílasölum. Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Elon Musk, auðugasti maður heims og bandamaður Trumps er stærsti hluthafinn í Teslu. Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en í gær var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Engan hefur sakað svo vitað sé en í einu tilfelli hefur maður verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Skotið hefur verið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í viðtali á Fox News í gær að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Hann hefur einnig heitið því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Stutt er síðan Trump og Musk héldu sölukynningu á Teslum á lóð Hvíta hússins. Musk sjálfur hefur slegið á svipaða strengi og vill meina að verið sé að reyna að myrða hann vegna starfa hans fyrir Trumps og pólitískra aðgerða. Hann var einnig í viðtali á Fox í gær, þar sem hann velti vöngum yfir því hver væri að fjármagna þessar aðgerðir gegn sér. 'THIS IS CRAZY': @elonmusk slams "hatred and violence" from the Left during his exclusive interview with @seanhannity, saying, "I always thought that Democrats were supposed to be the party of empathy and caring, and yet they are burning down cars, firebombing dealerships." pic.twitter.com/ivQtJWNPuj— Fox News (@FoxNews) March 19, 2025 Bondi mætti þar að auki einnig í viðtal á Fox í gær og sagðist ætla að komast til botns í því hver stæði bakvið skemmdarverkin. Hún ítrekaði það svo í yfirlýsingu. „Þessar fjölmörgu ofbeldisfullu árásir á eigur Tesla eru ekkert annað en hryðjuverk,“ skrifaði Bondi í yfirlýsingu sem birt var á vef dómsmálaráðuneytisins. Hún sagði nokkra meinta brotamenn hafa verið ákærða vegna skemmdarverkanna og í einhverjum tilfellum stæðu viðkomandi frammi fyrir að minnsta kosti fimm ára fangelsisvist. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.EPA/WILL OLIVER „Við munum halda rannsóknum áfram og refsa harðlega þeim sem koma að þessum árásum, þar á meðal þeim sem vinna í skuggunum við að skipuleggja og fjármagna þessa glæpi.“ Bondi var á árum áður dómsmálaráðherra Flórída en undanfarin ár var hún hluti af persónulegu lögfræðingateymi Trumps. New York Times segir hana hafa verið undir miklum þrýstingi varðandi það að lýsa því yfir að skemmdarverkin væru hryðjuverk.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tesla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira