Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 22:00 Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa virkað vel og býður aftur upp á flatkökur á fundum Peningastefnunefndar. Vísir Seðlabankastjóri býst við að fjármálastofnanir lækki vexti í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar í morgun. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að óverðtryggðir vextir muni lækka meira en verðtryggðir vextir vegna hárra raunvaxta. Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki. Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta er fjórða stýrivaxtalækkun Seðlabankans í röð, en vextir eru nú 7,75 prósent. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst höfðu vextirnir verið 9,25 prósent í rúmt ár. Allir nefndarmenn Peningastefnunefndar Seðlabankans studdu stýrivaxtalækkunina. Ákvörðunin er byggð á því að verðbólga heldur áfram að hjaðna og mældist 4,2 prósent í febrúar. Það er þó talsvert undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans sem eru 2,5 prósent. Nefndin telur að áfram dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Þá hefur hægt á vexti eftirspurnar og spenna í þjóðarbúi er í rénun. Loks hafi dregið úr umsvifum á húsnæðismarkaði. Býst við að fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bendir þó á að stýrivexti séu enn mjög háir. Þétt aðhald bankans hafi hins vear virkað vel á verðbólgu. „Við væntum þess að hún haldi alla vega áfram að minnka fram á vor. Þannig að Peningastefnan er að virka mjög vel. Við ætlum að halda henni áfram þar til við náum verðbólgumarkmiðum okkar um 2,5 prósent verðbólgu,“ segir Ásgeir. Hann segir að fjármálastofnanir hafi fylgt vaxtaákvörðunum Seðlabankans vel eftir og býst við að það gerist einnig nú. „Ég myndi halda það. Þetta eru að vísu ekki mikil breyting á vöxtunum, en það munar um hana. Ég á von á þær fylgi í kjölfarið,“ segir Ásgeir. Það vakti athygli að aftur var byrjað að bjóða upp á flatkökur með hangikjöti en hlé var gert á þeirri venju þegar upplýsingafundirnir fluttust úr Seðlabankanum í Safnahúsið vegna viðgerða. Ásgeir segir þetta vísi um að viðgerðunum sé að ljúka. „Það var alltaf þannig að Seðlabankinn bauð upp á flatkökur með hangikjöti og appelsínugos. Ég get sagt að við förum bráðum að taka okkar húsnæði aftur í notkun og þá verður aftur bæði boðið upp á flatkökur og appelsín á öllum fundum,“ segir Ásgeir glaður í bragði. Erfiðara að lækka verðtryggða vexti Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir óverðtryggða vexti á fjármálamarkaði hafa þróast í takt við stýrivexti undanfarið en þar sem raunstýrivextir séu enn um fjögur prósent geti reynst erfiðara að lækka verðtryggða vexti. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur ÍslandsbankaþVísir „Bankarnir horfa á fleiri þætti en stýrivexti. En við höfum séð óverðtryggða vexti fylgja stýrivöxtunum undanfarið. En þar sem raunvextir eru ekki að lækka þá getur það leitt til þess að verðtryggðir vextir lækka ekki eins mikið,“ segir Jón Bjarki.
Seðlabankinn Verðlag Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira