Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 21:30 Grótta náði í stig á Ásvöllum. Vísir/Anton Brink Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00