Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2025 21:30 Grótta náði í stig á Ásvöllum. Vísir/Anton Brink Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Í Breiðholti vann ÍR gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni, lokatölur 34-32. Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason fóru mikinn í liði ÍR og skoruðu 11 mörk hvor. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 18 skot í markinu. Hjá Stjörnunni skoraði Jón Ásgeir Eyjólfsson 7 mörk og Daði Bergmann Gunnarsson varði 16 skot í markinu. Sigur ÍR þýðir að liðið er komið með 13 stig í 10. sæti. Stjarnan er með 20 stig í 7. sæti. Á Ásvöllum gerðu Haukar og Grótta jafntefli, lokatölur 29-29. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka og Ágúst Ingi Óskarsson var markahæstur hjá Gróttu. Báðir skoruðu 9 mörk. Haukar eru sem stendur í 5. sæti með 25 stig á meðan Grótta er í 11. sæti með 11 stig. Afturelding tók á móti Fjölni í nágrannaslag þar sem heimamenn sýndu sínar bestu hliðar, lokatölur 34-20. Úrslitin þýða að Fjölnir er fallið. Liðið er með 8 stig í 12. sæti á meðan Afturelding er með 29 stig í 4. sæti. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 7 mörk. Þar á eftir komu Hallur Arason og Blær Hinriksson með 5 mörk hvor. Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson og Brynjar Vignir Sigurjónsson samtals 19 skot. Tómas Bragi Starrason og Gunnar Steinn Jónsson voru markahæstir hjá Fjölni með 4 mörk hvor. Bergur Bjartmarsson varði 13 skot í markinu. Í Kópavogi vann Valur átta marka útisigur á HK, lokatölur 25-33. Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 5 mörk á meðan Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson skoruðu 4 mörk hver í liði Vals. Valur er sem stendur í 2. sæti með 32 stig á meðan HK er með 16 stig í 8. sæti. Á Akureyri voru Íslandsmeistarar FH í heimsókn hjá KA og fór það svo að gestirnir fóru með sigur af hólmi en naumur var hann, lokatölur 25-26. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá KA með 7 mörk á meðan Jóhannes Berg Andrason skoraði 8 í liði FH. FH er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan KA er í 9. sæti með 13 stig.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 19. mars 2025 21:00