33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 11:18 Notkun nikótínpúða hefur stóraukist. Getty Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“ Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“
Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira