Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 15:18 Guo Jiaxuan var í heimshópi Bayern München enda efnilegur miðvörður. Hann slasaðist á höfði í leik á Spáni í síðasta mánuði og er nú látinn. Samsett/FC Bayern/Twitter Bayern München syrgir hinn unga leikmann Guo Jiaxuan sem hefur verið úrskurðaður látinn, eftir höfuðhögg sem hann hlaut í fótboltaleik. Fjölskylda hans krefst skýringa og réttlætis. Guo var efnilegur miðvörður sem hefði fagnað 19 ára afmæli í dag en hann lést í gær í heimalandi sínu, Kína. Hann var leikmaður Beijing Guoan en einnig hluti af sérstökum heimshópi Bayern árið 2023, þar sem efnilegir leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna, auk þess að spila fyrir yngri landslið Kína. Guo hafði verið í dái síðan hann meiddist á höfði í æfingaleik á Spáni þann 6. febrúar, þegar U20-lið Beijing spilaði við spænska liðið RC Alcobendas í Madrid. Hann var úrskurðaður heiladauður á sjúkrahúsi í Madrid og svo fluttur á sjúkrahús í Peking. „Við misstum barn sem elskaði fótbolta. Megi Jiaxuan hvíla í friði,“ segir í tilkynningu Beijing Guoan. „Félagið mun halda áfram að gera sitt besta til að takast á við eftirmálana og útvega alla þá hjálp og stuðning sem hægt er til fjölskyldu Guo Jiaxuan,“ skrifar félagið. Eins og fyrr segir þá hefur fjölskylda Guo kallað eftir upplýsingum um það hvað nákvæmlega gerðist og dró þennan unga fótboltamann til dauða. Fjölskyldan sakar knattspyrnusambandið í Peking um að leyna upplýsingum og vill fá myndefni frá leiknum og upplýsingar um þá sjúkrameðferð sem Guo fékk áður en hann fór á sjúkrahúsið. „Við viljum bara vita sannleikann og fá fram réttlæti,“ skrifaði bróðir Guo á samfélagsmiðla. Knattspyrnusambandið í Peking tilkynnti svo í dag að það hefði aflað myndefnis frá leiknum og að nú væru sérfræðingar að greina það. Sambandið hefði ekki viljað greina viðstöðulaust frá öllum upplýsingum af ótta við að óviðkomandi aðilar fengju þær í hendurnar. Mikilvægt væri að taka tillit til tilfinninga fjölskyldumeðlima. Andlát Fótbolti Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Guo var efnilegur miðvörður sem hefði fagnað 19 ára afmæli í dag en hann lést í gær í heimalandi sínu, Kína. Hann var leikmaður Beijing Guoan en einnig hluti af sérstökum heimshópi Bayern árið 2023, þar sem efnilegir leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna, auk þess að spila fyrir yngri landslið Kína. Guo hafði verið í dái síðan hann meiddist á höfði í æfingaleik á Spáni þann 6. febrúar, þegar U20-lið Beijing spilaði við spænska liðið RC Alcobendas í Madrid. Hann var úrskurðaður heiladauður á sjúkrahúsi í Madrid og svo fluttur á sjúkrahús í Peking. „Við misstum barn sem elskaði fótbolta. Megi Jiaxuan hvíla í friði,“ segir í tilkynningu Beijing Guoan. „Félagið mun halda áfram að gera sitt besta til að takast á við eftirmálana og útvega alla þá hjálp og stuðning sem hægt er til fjölskyldu Guo Jiaxuan,“ skrifar félagið. Eins og fyrr segir þá hefur fjölskylda Guo kallað eftir upplýsingum um það hvað nákvæmlega gerðist og dró þennan unga fótboltamann til dauða. Fjölskyldan sakar knattspyrnusambandið í Peking um að leyna upplýsingum og vill fá myndefni frá leiknum og upplýsingar um þá sjúkrameðferð sem Guo fékk áður en hann fór á sjúkrahúsið. „Við viljum bara vita sannleikann og fá fram réttlæti,“ skrifaði bróðir Guo á samfélagsmiðla. Knattspyrnusambandið í Peking tilkynnti svo í dag að það hefði aflað myndefnis frá leiknum og að nú væru sérfræðingar að greina það. Sambandið hefði ekki viljað greina viðstöðulaust frá öllum upplýsingum af ótta við að óviðkomandi aðilar fengju þær í hendurnar. Mikilvægt væri að taka tillit til tilfinninga fjölskyldumeðlima.
Andlát Fótbolti Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira