Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 08:25 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. „Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“ Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
„Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“
Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira