Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. mars 2025 20:30 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. vísir/arnar Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu. Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda varaði við því í morgun að innlendir framleiðendur myndu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann sem tekur við rekstri fríhafnaverslanna á Keflavíkurflugvelli um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins. Hann sagði alþjóðlega risann Heinemann vera kominn í markaðsráðandi stöðu á Keflavíkurflugvelli og að tryggja þurfi að sú staða verði ekki misnotuð. Fyrirtækið varð hlutskarpast í útboðsferli um rekstur fríhafnaverslana á vellinum í upphafi árs. Lítið sem ekkert brugðist við tilmælum Samkeppniseftirlitsins Forstjóri Samkeppniseftirlitsins minnir á að Isavia hafi áður hlotið tilmæli er varða framkvæmd útboða þó að ekki sé hægt að slá neinu föstu varðandi þetta tiltekna mál að svo stöddu. „Samkeppniseftirlitið hefur á undanförnum árum haft og lýst áhyggjum um umgjörðina hvað varðar samkeppni í kringum Keflavíkurflugvöll og starfsemi Isavia. Síðast í stóru áliti árið 2022 þar sem við gerum þessi mál að umtalsefni og núna þegar við erum að fylgja þessu áliti eftir þá kemur að því sem virðist í ljós að mjög óverulegu leiti búið að fara að tilmælum Samkeppniseftirlitsins.“ Umrædd tilmæli SKE er hægt að nálgast hér. Tilmælin eru átta talsins en þar stendur til að mynda: „Settar verði reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem varða úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn - Samkeppnissjónarmið verði höfð að leiðarljósi.“ Núverandi mál sé hluti af sama áhyggjuefni. „Við erum búin að móttaka þessa ábendingu og munum skoða hana og í framhaldinu kemur í ljós hvort og þá hvað verður gert hvað þetta tiltekna mál varða.“ Öllum til hagsbóta að standa vel að þessu Hann hvetur Isavia, fjármálaráðuneytið og samgönguyfirvöld til að sýna málinu meiri áhuga enda um mikilvæga hagsmuni að ræða. „Það að standa vel að allri þessari umgjörð getur skapað öflugt atvinnulíf og samkeppni. Bæði farþegum og þeim sem hér búa og fyrirtækjum til hagsbóta.“ Heinemann hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu varðandi málið og Isavia gaf ekki kost á viðtali að svo stöddu.
Samkeppnismál Isavia Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira