Um er að ræða tólfta skiptið sem verðlaunahátíðin fer fram. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að verðlaununum. Markmiðið er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári. Lesendur Vísis gátu svo kosið á milli tilnefndra.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa á öll tónlistaratriðin sem fram komu á verðlaunahátíðinni ár.
Jóhanna Guðrún opnaði hátíðina
Jóhanna Guðrún kom áhorfendum á Nasa og heima í stofu í réttan gír í upphafi kvölds.
Háspenna þegar GDRN mætti á svið
GDRN var í sínu besta stuði þegar hún steig á svið og gerði áhorfendum alveg ljóst að það væri ekki í boði að standa kjurrir.
Kristmundur Axel með gamalt í bland við nýtt
Kristmundur Axel tók lagið sem skaut honum upp á stjörnuhimininn á sínum tíma í bland við nýja hittara.
Alvöru ferna með alvöru trílógíu
Frikki Dór, Steindi jr., Herra Hnetusmjör Ásgeir tóku popptrílógíuna Til í allt.
Gugusar sýndi alvöru takta
Líklega státa fáir íslenskir tónlistarmenn af öðrum eins sjarma uppi á sviði eins og Gugusar.
Birnir og Aron Kristinn með Bleikan Range Rover
Birnir og Aron Kristinn tóku eitt af sínu nýjustu lögum.
Birnir flutti splunkunýtt lag í fyrsta sinn
Birnir heiðraði gesti Hlustendaverðlaunanna með því að frumflytja lagið LXS.
Bríet og Birnir tóku smell
Bríet steig á svið með Birni og tóku þau smellinn sinn Lifa af.
Bríet með glænýtt lag
Bríet tók glænýtt lag, Blood on my lips. Hún lét sér ekki nægja að vera uppi á sviði.
ClubDub tók sjóðheita hittara
Strákarnir í ClubDub tóku nokkur af lögunum sem hafa slegið í gegn að undanförnu, með Bríet sér til halds og trausts í einu þeirra.
Klassíski sumarsmellurinn
Nostalgían sveif yfir vötnum þegar félagarnir Egill, Aron og Arnar rifjuðu upp gamla takta.