Danska ríkissjónvarpið greinir frá þessu.
DR kveðst kunna deili á manninum en hyggst ekki gefa nafn hans upp fyrr en tekin hefur verið afstaða til nafnbirtingar í dómstólum.
Þetta kemur fram í dómaskrá, en þar má lesa af dagbókarnúmeri lögreglunnar að málið snúist um vörslu kynferðislegs efnis tengt börnum.
DR hefur haft samband við verjanda mannsins sem segir að skjólstæðingur sinn hafi verið ákærður en hann neiti alfarið sök.