Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 19:01 „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“ Vísir/Kolbeinn tumi Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira