Réttarhöld hafin yfir Depardieu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 10:10 Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um kynferðisbrot af meira en tuttugu konum á undanförnum árum. AP Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58
Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29