Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Lovísa Arnardóttir skrifar 24. mars 2025 13:09 Henrik Sass Larsen við störf sem ráðherra árið 2014. Vísir/Getty Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp. Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru á hendur Larsen sem birt var í dag af lögreglunni í Kaupmannahöfn og er fjallað um hana í dönskum miðlum. Í frétt DR kemur fram að hann hafi lýst yfir sakleysi sínu vegna ákærunnar. Þar kemur einnig fram að af barnaníðsefninu sem fannst í hans fórum séu um 252 myndir flokkaðar í þriðja flokk og um 197 myndskrár. Um er að ræða efni sem er talið með því grófasta sem finnst en um er að ræða efni þar sem þolendur hafa mátt þola ofbeldi, nauðgun, þvingun, hótanir eða eitthvað slíkt. Í ákærunni kemur einnig fram að efnið hafi fundist á heimili hans í júlí árið 2023 og að meira barnaníðsefni hafi fundist við aðra leit á heimili hans í febrúar í fyrra, 2024. Efnið fannst á tveimur tölvum, minnislykli og iPhone-farsíma. Í tengslum við bók Haft er eftir Peter Lundmark Jensen, lögmanni Larsen, í frétt DR að hvorki hann sé Larsen hafi nokkuð um málið að segja að svo stöddu. Í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að efnið hefði hann skoðað í tengslum við bók sem hann var að skrifa. Í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að hann ætli sér að ljúka við bókina og þannig hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum. Fréttatilkynninguna sendi hann frá sér í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málið sem hófst á föstudag en þó án þess að nafn hans hefði verið birt með. Í frétt DR segir að um helgina hafi þó orðið ljóst að um hann væri að ræða. Samkvæmt frétt DR liggur ekki fyrir hvaða refsingar saksóknari mun krefjast vegna brotanna en sérfræðingur fjölmiðilsins í lögfræði telur líklegt að hann muni þurfa að afplána refsingu sína í fangelsi frekar en að hann muni aðeins þurfa að greiða sekt. Hvort dómurinn verði skilorðsbundinn eða ekki fari eftir því hversu hátt hlutfall barnaníðsefnisins falli í flokk 3 en eins og kom fram að ofan var hluti efnisins í þeim flokki. Á þingi í nítján ár Larsen hefur ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og er það vegna þess að hámarksrefsing fyrir glæpina nær ekki að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir gæsluvarðhaldi. Samkvæmt dönskum lögum þarf refsingin að geta numið einu og hálfu ári í fangelsi. Henrik Sass Larsen var viðskiptaráðherra fyrir Sósíaldemókrata frá ágúst 2013 til júní 2015. Hann var þingmaður á danska þinginu frá 2000 til 2019. Til umræðu kom að skipa hann fjármálaráðherra árið 2011 en vegna tengsla hans við Bandidos-rokkara kom ekki til þess. Fram kemur í frétt DR að hann hafi síðar orðið viðskiptaráðherra og svo sagt skilið við stjórnmál 2019. Áður en það gerðist var hann í veikindaleyfi og veikur af þunglyndi. Árið 2019 tók hann við sem framkvæmdastjóri Aktive Ejere en í gær tilkynnti fyrirtækið að hann hefði sagt upp.
Danmörk Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07 Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. 5. febrúar 2025 16:07
Norðmaður í fangelsi fyrir kaup á barnakynlífsdúkku Dómstóll í Noregi hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað barnakynlífsdúkku frá Kína. 22. desember 2018 21:05