Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar 25. mars 2025 09:32 Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Siglingar þessar nálægt íslandi hafa miðað mikið við svæði sem við vitum að tengjast innviðum okkar neðansjávar en þó alltaf utan landhelgi okkar til þess að ögra örugglega en stíga ekki alveg yfir línuna, allavega ekki í bili. Því telst það mikið gleðiefni að Utanríkisráðherra hafi boðað auknar fjárfestingar í vörnum Íslands nú síðast með kaupum á ómönnuðum eftirlitskafbátum. Þetta er einmitt til þess gert að geta betur fylgst með þessum skipum sem eru iðulega að gefa upp ragnar staðsetningar og við getum þannnig betur tryggt fjarskiptaöryggi Íslands. Þó deila ekki allir þessari skoðun minni og sumir sem líta á hvers kyns fjárfestingu í öryggi á Íslandi sem ögrun og stigmögnun af hálfu okkar í garð þessa ríkis sem hefur ekkert gert af sér annað en að ráðast inn í fullvalda ríki. Þó meirihluti þeirra séu ársgamlir, vina- og myndafáir Facebook aðgangar eru einhverjir raunverulegir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og vilja ekki sjá krónu af sínu skattfé fara til öryggis- og varnarmála. Vilja þau samt að Íslands sé varnarlaust? Í flestum tilfellum nei, þau vilja bara að aðrir sjái um það og telja að allar aðgerðir af okkar hálfu geri okkur að hernaðarlegu skotmarki. Varnir Íslands byggja enn þá á veru okkar í NATO og tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin. Skoðanakannanir sýna að allflestir Íslendingar eru sáttir með og vilja halda þessu fyrirkomulagi áfram. Við viljum og gerum ráð fyrir að vina- og bandalagsþjóðir okkar komi okkur til varnar en virðumst óþarflega treg til að byggja upp og hvað þá fjármagna einhverja þá innviði sem þyrfti að styðjast við ef til þess kæmi. Við krefjumst þess, ef til þess kæmi, að bandarískar fjölskyldur sendi hingað börnin sín með líf sitt að veði til þess að heyja stríð í þágu fullveldis íslenskrar þjóðar en guð má vita að við ætlum ekki að kaupa byssukúlurnar handa þeim. Til þeirra sem óttast stigmögnun og hervæðingu vil ég fullvissa að ómannaðir neðansjávar drónar gera okkur ekki að merkilegra skotmarki en án þeirra. Ekki frekar en ratsjárstöðvarnar eða þyrlur Landhelgisgæslunar. Ef við erum skotmark ákveðinna aðila, þá eru slíkir aðilar óvinir, og tilvist óvinanna er ástæða fyrir vörnum. Varnirnar sjálfar eru þannig ekki að búa til óvinina, heldur að bregðast við tilvist þeirra. Það er tími kominn til að draga hausinn upp úr sandinum. Við verðum að vera virkari þátttakendur í eigin vörnum og verðugir bandamenn, nema stefnan okkar eigi einfaldlega að vera sú að bandamenn okkar megi deyja svo að við þurfum þess ekki. Ég spyr mig hvaða bandamenn ættu að samþykkja þau hlutskipti. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar