Fjölskyldu Arnórs hótað Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 09:00 Arnór Sigurðsson er mættur aftur í sænsku úrvalsdeildina en nú með meisturum Malmö. Malmö FF Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Þetta segir Arnór í stóru viðtali við Aftonbladet í Svíþjóð í dag. Tilefni viðtalsins er endurkoma Arnórs í sænska boltann. Eftir erfiða dvöl hjá Blackburn í Englandi snýr Arnór nú aftur sem leikmaður sænsku meistaranna í Malmö, eftir að hafa áður leikið með Norrköping í Svíþjóð. Ljóst er að stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir við Arnór og hann hefur orðið vel var við það síðan hann var kynntur til leiks hjá Malmö fyrir mánuði síðan. „Já, en það hefur róast aðeins,“ segir Arnór við Aftonbladet og er þá spurður hvort að hann hafi fengið einhverjar hótanir: „Ó já, og þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn,“ segir Arnór. Vill ekki að mamma og pabbi sjái skilaboðin Hann hefur hingað til ekki tilkynnt neinar hótanir til lögreglu. Arnór er sonur mikils knattspyrnufólks, landsliðskonunnar fyrrverandi Margrétar Ákadóttur og Sigurðar Þórs Sigursteinssonar sem til að mynda urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Arnór útskýrir að þau myndu kannski kippa sér meira upp við skilaboðin sem hann fái: „Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu.“ Búinn að merkja við dagsetninguna Hann sér ekki eftir því að hafa á sínum tíma sagt að kæmi hann aftur í sænsku deildina þá yrði það með Norrköping. „Ég sagði bara það sem mér fannst á þeim tíma. Hugmyndin var jú ekki sú að koma aftur í þessa deild eftir aðeins tvö ár. Nú er ég mættur aftur og er eins glaður og hugsast getur,“ segir Arnór sem kveðst búinn að merkja við það í dagatalinu hvenær hann mætir Norrköping á útivelli, í lok október. Arnór er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og var því ekki í landsliðshópi Íslands sem tapaði gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Sjá meira
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03