„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 11:31 Lamine Yamal fagnar eftir að hafa skorað í framlengingu gegn Hollandi í fyrrakvöld. Getty/David Aliaga Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart. Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart. Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira
Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart.
Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira