Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 14:21 Frans páfi við glugga Gemelli-sjúkrahússins í Róm áður en hann sneri heim í Páfagarð á sunnudaginn. AP/Riccardo De Luca Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn. Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti. Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Sergio Alfieri, læknir á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm, segir að veruleg hætta hefði verið á að Frans léti lífið þegar hann átti erfitt með að ná andanum í lok febrúar. Páfi var fluttur á sjúkrahúsið vegna öndunarfærasýkingar 14. febrúar. „Við þurftum að ákveða hvort við létum staðar numið þar og leyfðum honum að fara eða halda áfram og reyna öll lyf og meðferðir í boði með mestu hættunni á að skemma önnur líffæri hans,“ segir Alfieri í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera í dag. Kafnaði næstum á eigin ælu Páfi var upphaflega lagður inn með berkjubólgu en fékk síðan lungnabólgu í bæði lungu. Páfagarður birti reglulegar fregnir af heilsu páfa, meðal annars alvarlegum hóstaköstum vegna þrenginga í öndunarvegi hans. Alfieri segir að páfi hafi verið hætt kominn í tveimur slíkum köstum. Hann hafi meðal annars verið nálægt því að kafna á eigin ælu. Það hafi verið einkahjúkrunarfræðingur hans sem skipaði læknunum að halda áfram að bjarga lífi páfans. „Reynið allt, ekki gefast upp,“ hefur læknirinn eftir Massimiliano Strappetti, hjúkrunarfræðingi páfa. Hætta hafi verið til staðar á að meðferðin skaðaði nýru hans og beinmerg. Á endanum hafi hann brugðist við meðferðinni og komist á bataveg. Frans er 88 ára gamall. Læknar hafa skipað honum að hvíla sig í tvo mánuði og ekki liggur fyrir hvort hann muni koma fram opinberlega í millitíðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Páskar, stærsta hátíð rómversk-kaþólsku kirkjunnar, eru á næsta leiti.
Páfagarður Trúmál Tengdar fréttir Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24 Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. 22. mars 2025 21:24
Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Læknar Frans páfa segja hann ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu í báðum lungum. Hann þarf þó að liggja áfram á sjúkrahúsi þar sem hann hefur dvalið í hátt í mánuð. 11. mars 2025 10:35