Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:09 Frá trjáfellingum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. „Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
„Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira