Bannað að heita Gríndal og Illuminati Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 13:03 Nefndinni þykir ekki við hæfi að fólk heiti Gríndal. Fyrri hluti nafnsins geti orðið fólki til ama. Vísir/Getty Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni. Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“ Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um það síðarnefnda segir að nafnið sé latneskt samnafn sem notað hafi verið yfir ýmis leynireglur og leynifélög og hafi einnig verið tengt við samsæriskenningar. „Ekki tíðkast að nota það sem eiginnafn í erlendum löndum. Þótt þetta sé erlent orð kemur til álita hvort skilyrði um að nafn geti ekki orðið nafnbera til ama sé uppfyllt. Það væri bæði vegna þessarar frekar neikvæðu merkingar sem orðið hefur í samtímanum og þess að þetta er ekki útlenskt eiginnafn heldur samnafn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér,“ segir í úrskurðinum. Þar segir svo að nafnið Illuminati sé ekki skrifað í samræmi við íslenskar ritreglur miðað við framburð. Þá segir nefndin ekki neina hefð fyrir því að nafnið sé borið á Íslandi. Það beri enginn nafnið á Íslandi, það komi ekki fyrir í manntölum og því sé ekki hefð fyrir því. Því er nafninu hafnað. Gríndal reyni á skilyrði um að vera til ama Hvað varðar nafnið Gríndal kom fram í umsókn að um væri að ræða millinafn. Í úrskurði segir að nafnið sé dregið af nafnorðunum grín og dalur. Það hafi ekki nefnifallsendingu og hafi hvorki unnið sér hefð sem eiginnafn karla né kvenna. Það sé ritað í samræmi við íslenskar ritreglur en nafnið reyni á skilyrði nefndarinnar um að það verði ekki nafnbera til ama. „Millinafnið Gríndal felur í sér gáska og gamansemi, en um leið alvöruleysi, sem getur haft í för með sér ama nafnhafa t.d. með því að vera ekki tekinn alvarlega þegar mikið liggur við. Slík nafngift kann að eiga við til skemmtunar í gamanleikjum eða skáldskap, en nefndin telur að fyrri hluti nafnsins sé þess eðlis að nafnið geti orðið nafnbera til ama með sama hætti og ef orð eins og brandari, glens o.s.frv. væru notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurði. Nefndin bendir á að fullveðja einstaklingur sem hafi í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, geti í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. „Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar.“
Börn og uppeldi Mannanöfn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira