„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Kári Mímisson skrifar 27. mars 2025 23:32 Ágúst Jóhannsson er þjálfari deildarmeistara Vals sem eiga hörku Evrópueinvígi framundan. Vísir/Pawel Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins. „Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“ Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
„Mér fannst þetta vera mjög faglega gert hjá liðinu. Við vorum auðvitað búin að vinna leikinn nánast í hálfleik og tókst að spila á öllum okkar leikmönnum. Margir ungir leikmenn sem fengu góðar og dýrmætar mínútur. Við erum auðvitað að fara í mjög stóran leik á sunnudaginn. Á meðan Iuventa liðið fær frí á milli leikja þá getur HSÍ ekki boðið okkur upp á það, þannig að við þurftum bara að klára þennan leik til að tryggja okkur deildarmeistaratitilinn í kvöld sem ég er auðvitað gríðarlega ánægður með og er stoltur af mínu liðið að hafa gert. Við höfum spilað allra liða best í vetur, sýnt gríðarlegan stöðugleika og frammistaðan verið mjög góð á köflum.“ Sagði Ágúst Þór. Spurður að því hvernig gangi að halda liðinu við efnið þegar verið er að berjast á jafn mörgum vígstöðvum segir Ágúst það ekki vera einfalt. Leikurinn stóri á sunnudaginn sé auðvitað eitthvað sem allir eru að hugsa um en á sama tíma hafi þeim tekist að hvíla vel í kvöld. „Það er bara ekkert einfalt, það segir sig sjálft. Þessi Evrópuleikur er alltaf einhvers staðar aftast í hausnum á okkur. Ég er með mjög reynda og góða leikmenn í bland við unga sem hafa náð að höndla þetta gríðarlega vel og gera þetta mjög faglega. Við vissum auðvitað að það væri deildarmeistaratitill undir hér í kvöld. Við vildum klára þetta vel og náðum að gera það ásamt því að okkur tókst að hvíla lykilmenn. Elín Rósa hvílir allan tíman í dag, Thea hvílir mikið í dag og auðvitað fleiri sem fengu góða hvíld í dag. Okkur tókst að rúlla hafsentunum okkar vel þannig að stelpurnar okkar verða ferskar á sunnudaginn.“ Ágúst segir svo að lokum að hann sé virkilega spenntur fyrir framhaldinu. Leikurinn á sunnudag er sá stærsti sem íslenskt félagslið hefur leikið og í fyrsta sinn er tækifæri að íslenskt lið geti komist í úrslit Evrópukeppni kvenna sem er auðvitað eitthvað sem enginn íslenskur handboltaáhugamaður ætti að vilja missa af. „Staðan er góð á liðinu fyrir framhaldið og núna er það bara fullur fókus á þennan risastóra leik á sunnudaginn sem er í raun og veru bara stærsti leikur í sögu íslensk kvennahandbolta. Það hefur aldrei neitt lið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni áður og ég bara trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum á sunnudaginn. Leikmenn annara liða í bæði Olís deildinni og Grill 66 deildinni hljóta að fjölmenna á þennan leik enda hefur hann gríðarlega mikla þýðingu fyrir kvennahandboltann, fókusinn okkar er þar. Svo eigum við auðvitað einn leik eftir í deildinni gegn Stjörnunni sem við munum auðvitað mæta í af fullri virðingu og svo koma þarna nokkra vikur í pásu hjá okkur fram að úrslitakeppni. Við erum með gott rútínerað lið sem er að spila vel og ég hlakka til framhaldsins.“
Olís-deild kvenna Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira