Innlent

Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um náttúrúhamfarirnar í Asíu en í morgun riðu tveir mjög öflugir skjálftar yfir í Mjanmar. 

Tjónið virðist gríðarlegt og nær það einnig til Tælands þar sem háhýsi sem var í byggingu hrundi til grunna með þeim afleiðingum að fjöldi verkamanna grófst undir. 

Einnig heyrum við í forstjóra Play en félagið fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi á Möltu. Forstjórinn segir að þetta muni skila félaginu stöðugum tekjum um ókomin ár.

Einnig verður rætt við fjármálaráðherra um veiðigjöldin umdeildu og þá gagnrýni sem sett hefur verið fram varðandi þau og einnig heyrum við í sérfræðingi um sólmyrkva, en á morgun sést deildarmyrkvi á sólu hér á landi, ef veður leyfir. 

Í sportinu er það svo körfuboltinn en deildarmeistarar voru krýndir í gær og nú liggur fyrir hvernig úrslitakeppnin fer af stað.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×