Lokaæfing fyrir almyrkva Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. mars 2025 13:11 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir spána vera þokkalega á landinu til að sjá deildarmyrkva í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“ Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“
Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira