Löng fangelsisvist blasir við popparanum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. mars 2025 13:00 Sean Kingston er þekktur fyrir smellina Beautiful Girls og Eenie Meenie. Getty/Jason Koerner Rapparinn Sean Kingston hefur verið dæmdur sekur fyrir margra milljóna króna fjársvik. Hann á yfir höfði sér marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Kingston og Janice Turner, móðir hans, voru dæmd sek um fjögur tilfelli af fjársvikum og eina tilraun til fjársvika. Svikin voru upp á um eina milljón bandarískra dollara sem samsvarar rétt rúmlega 132 milljónum íslenskra króna. Atburðarásin hófst í maí árið 2024 þegar mæðginin voru handtekin í Flórída-fylki í Bandaríkjunum af lögregluteymi sem réðst inn í hús Kingston. Þá var búið að ákæra Kingston fyrir þjófnað. Í júlí það sama ár voru þau mæðginin ákærð fyrir áðurnefnd fjársvik. Kingston og Turner þóttust kaupa dýrar lúxusvörur, svo sem armbandsúr og bíla, en fölsuðu síðan kvittanir sem sýndu að millifærslur fyrir vörurnar myndu berast innan nokkurra daga. Eitt af helstu sönnunargögnunum, samkvæmt umfjöllun Variety, voru skilaboð sem Kingston sendi á móður sína. „Ég sagði þér að gera falska kvittun svo það lítur út fyrir að millifærslan muni berast innan nokkurra daga,“ skrifaði Kingston. Moshe Edery, skartgripasali, bar vitni fyrir dómi þar sem hann sagðist hafa gefið Kingston Audemars Piguet úr að virði 285 þúsund dollara eða um 37 og hálf milljón króna. Fyrir gjöfina hafi Kingston sagst ætla taka Edery með sér á rauðan dregil og í tökur á tónlistarmyndbandi. Þá hafi hann sent Edery skjáskot af falskri millifærslu. Edery var rekinn úr starfi fyrir gjöfina eftir að Kingston greiddi ekki. Samkvæmt umfjöllun Page Six verður dómsuppkvaðning Kingston og Turner 11. júlí næstkomandi. Hámarksrefsing fyrir hvert af þessum fimm brotum sem mæðginin hafa verið dæmd sek um eru tuttugu ár. Kingston og Turner horfa því upp á marga tuga ára fangelsisvist fyrir lögbrotin. Sean Kingston er helst þekktur fyrir lögin Beautiful Girls, sem kom út árið 2007 og Eenie Meenie þar sem poppstirnið Justin Bieber syngur með. Hann kom til Íslands árið 2015 þar sem hann spilaði á busaballi Verslunarskóla Íslands.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira