Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 22:29 Fallegt var í veðri þegar skátarnir ungu tóku við merkjum sínum. Bandalag íslenskra skáta Sextán ungir skátar voru sæmdir forsetamerkinu á Bessastöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi en hún veitti forsetamerkið í fyrsta sinn í dag. Forsetamerkið er veitt rekkaskáttum á aldrinum 16 til 18 ára sem hafa valið að vinna að merkinu samhliða starfi sínu. Fram kemur í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta að í forsetamerkinu sameinist gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er tveggja til þriggja ára verkefni sem hvetji skátana til persónulegs vaxtar í gegnum tuttugu fjölbreytt verkefni. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi.Bandalag íslenskra skáta Auk þess þurfa skátarnir að sækja fimm daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér tvö langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir þriggja til tólf mánaða tímabil, dæmi um þetta er að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaskála og margt fleira. Við tilefnið afhenti Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Höllu gullmerki Bandalags íslenskra skáta en í þakkarorðum Hörpu sagði hún það mikinn heiður fyrir skáta að Halla hefði fallist á það að vera verndari skátahreyfingarinnar og þannig viðhalda þeirri hefð sem afhending forsetamerkisins hefur verið í skátastarfinu. Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg fluttu ræður á athöfninni.Bandalag íslenskra skáta Á athöfninni fluttu tvö úr hópi forsetamerkishafa, þau Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg, stutta hugvekju þar sem þau stikluðu á stóru um vegferð sína að forsetamerkinu. Skátar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Forsetamerkið er veitt rekkaskáttum á aldrinum 16 til 18 ára sem hafa valið að vinna að merkinu samhliða starfi sínu. Fram kemur í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta að í forsetamerkinu sameinist gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla. Vegferðin að forsetamerkinu er tveggja til þriggja ára verkefni sem hvetji skátana til persónulegs vaxtar í gegnum tuttugu fjölbreytt verkefni. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi.Bandalag íslenskra skáta Auk þess þurfa skátarnir að sækja fimm daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér tvö langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir þriggja til tólf mánaða tímabil, dæmi um þetta er að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaskála og margt fleira. Við tilefnið afhenti Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi Höllu gullmerki Bandalags íslenskra skáta en í þakkarorðum Hörpu sagði hún það mikinn heiður fyrir skáta að Halla hefði fallist á það að vera verndari skátahreyfingarinnar og þannig viðhalda þeirri hefð sem afhending forsetamerkisins hefur verið í skátastarfinu. Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg fluttu ræður á athöfninni.Bandalag íslenskra skáta Á athöfninni fluttu tvö úr hópi forsetamerkishafa, þau Alma Sól Pétursdóttir og Viktor Nói Berg, stutta hugvekju þar sem þau stikluðu á stóru um vegferð sína að forsetamerkinu.
Skátar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira