Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 14:02 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra var kát eftir fundinn á Eyrarbakka hér stödd í ráðherrabílnum með Gils Jóhannssyni, bílastjóra sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend
Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira