Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Aron Guðmundsson skrifar 30. mars 2025 10:33 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth um helgina en það kom á ögurstundu. PNEFC/Ian Robinson Í enska bikarnum eigum við Íslendingar okkar fulltrúa í átta liða úrslitunum, Skagamanninn Stefán Teit Þórðarson, leikmann Preston North End, sem verður í eldlínunni þegar að enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir í heimsókn í dag. Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag. Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Stefán er á sínu fyrsta tímabili á Englandi eftir að hafa gengið til liðs við Preston frá danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Nú þegar er Stefán Teitur orðinn mikilvægur hlekkur í liði Preston, Skagamaðurinn hefur komið við sögu í 38 leikjum á yfirstandandi tímabili og í þokkabót komið að nokkrum mörkum. Hann skoraði meðal annars dramatískt sigurmark í síðustu umferð í ensku B-deildinni gegn Portsmouth. „Það tók kannski smá tíma að venjast öllu á Englandi en ég hef verið að spila rosalega mikið og vel núna undanfarna fjóra til fimm mánuði. Ég fékk nýja stöðu eftir að ég kom þarna inn, er orðinn eina sexan í liðinu núna, öðruvísi staða en ég er vanur frá tíð minni í Danmörku en líður frábærlega innan sem utan vallar á Englandi. Það hefur sýnt sig í frammistöðu minni með Preston.“ Preston er um miðja deild í ensku B-deildinni og möguleikarnir á að komast upp í ensku úrvalsdeildina litlir. En í enska bikarnum er liðið komið alla leið í átta liða úrslit, er eina liðið úr neðri deildum Englands sem er eftir í þeirri keppni og á í dag leik þar gegn enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa á heimavelli. Aston Villa hefur verið með betri liðum Englands undanfarið ár eða svo og er komið alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Verðugt verkefni fyrir Stefán Teit og liðsfélaga hans í Preston en Skagamaðurinn hefur trú. Er maður að leyfa sér að dreyma um eitthvað bikarævintýri? „Já hundrað prósent. Þetta er í fyrsta skipti í einhver sextíu ár sem Preston North End kemst alla leið í átta liða úrslit enska bikarsins. Maður finnur að það er mikil stemning og spenna fyrir þessu í öllum hópnum. Við erum nú þegar búnir að slá út úrvalsdeildarlið á tímabilinu í enska deildarbikarnum þar sem að við höfðum betur gegn Fulham. Það verður vonandi bara sama uppi á teningnum í bikarnum og við náum að slá út Aston Villa og koma okkur á Wembley.“ Leikur Preston Norh End og Aston Villa í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone sport klukkan hálf eitt í dag.
Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira