Innlent

Þungt yfir Bangkok og lög­sókn vegna olíugjalda

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12.
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12. Vísir

Tala látinna í Mjanmar eftir stóran jarðskjálfta á föstudag er komin yfir 1.700 og enn ríða nokkuð stórir eftirskjálftar yfir í landinu. Í Bangkok í Tælandi er tala látinna komin upp í 17, og 83 er enn saknað. Í hádegisfréttum er rætt við Íslending sem býr í Bangkok, og segir afar þungt yfir borginni.

Við segjum einnig frá fyrirhugaðri lögsókn vegna olíugjalda, en hæstaréttarlögmaður segir þau hafa brotið í bága við stjórnarskrá allt frá því þeim var komið á árið 2004. Hann segir ríkið skulda milljarða eftir gjaldtöku síðustu fjögurra ára. 

Klippa: Hádegisfréttir Byylgjunnar 30.03.2025

Við segjum einnig frá áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi, sem virðist bara aukast fremur en nokkuð annað, heyrum af hugmyndum formanns VG um að ganga í bandalag með öðrum flokkum og heyrum af afleitu ástandi vega á Suðurlandi.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf, í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×