Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 09:06 Marine Le Pen í dómshúsinu í París í morgun. Vísir/EPA Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira